Fjas og fleira ;)

sunnudagur, nóvember 03, 2002

Vá maður... ég hlýt að vera svona svakalega skemmtileg.... Ég sofnaði í gærkvöldi klukkan 22:00 alveg ónýt af því að ég er svo lasin og þegar ég vaknaði þá var no space for new messages á símanum og 9 messages received!!! Þetta er náttúrulega BARA gaman, svona fyrir utan það að ég á ENGA inneign og hef ekki ebbni á að svara neinu af þessu fólki! :D Ok... Jæja... Hey! Ég komst nú bara að því að fjölskyldan mín HEFUR áhuga á því sem ég er að gera á þessari síðu... Eða allavega pabbi minn því hann sagði mér það í gærkveldi að hann væri búinn að vera að lesa bullið í mér og EKKI AÐEINS það heldur fannst honum þetta svo skemmtilega skrifað hjá mér að honum finnst að ég ætti að íhuga það að gerast rithöfundur!!! :D Ég var nú ekkert smá happy yfir þessu commenti sko! :D Jámm... Ég sá svo hryllilega leiðinlega mynd á stöð 2 í gærkvöldi... Úff!!!!! Maður fékk alveg sting í augun og illt í magann af þessum leiðindum, og þá er ég ekki að tala um að þessi mynd fjallaði eiginlega eingöngu um samkynhneigða hundaeigendur, enda hef ég nákvæmlega ekkert á móti þeim sko, heldur er ég að tala um það að ALLA myndina var þetta BARA fólk að hlaupa um með hundana sína eða greiða hundunum sínum eða eitthvað álíka "áhugavert" sko... Alveg ótrúlegt hvað fólk lætur sér ekki detta í hug sem "gott efni í kvikmynd"!!!!!!! ;) Svo fór ég nú líka smávegis að íhuga það, hversu desperate þarf maður að vera sem leikari til að hugsa með sér, já, þetta gæti nú verið gaman að leika í svona mynd SEM KEMUR AAAAAAAAAAALDREI Í BÍÓ og verður svo sýnd á einhverri stöð á pínulitlu skeri úti á hafi og ENGINN hefur gaman af henni... Hmmmmmm? Já, veistu það ég held að ég myndi ekki ALVEG hugsa svona... Ekki það að ég viti það fyrir víst... Hehe... Það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug sko.... ;) Já... Svo horfði ég nú á myndina Spy Kids... Eða svona smá hluta af henni með litla bróður... Hún var svona ágætis krakkabullmynd.... ;) En síðan fór ég bara að sofa og fékk fullt af sms sendingum sem hefðu alveg mátt koma PÍNULÍTIÐ fyrr þegar ég var með meðvitund, en það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi! :D Jamm.. Nú ætla ég að fara og ná mér í morgunmat og bíða síðan í ofvæni eftir því að endursýningar á Nágrönnum hefjist! ;) Svo ég kveð bara í bili! :*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home