Fjas og fleira ;)

laugardagur, ágúst 09, 2003

Já, ég er búin að vera afskaplega löt að blogga enda hef ég bara einfaldlega ekki nennt að fara í tölvuna, enda sumarið alveg að heilla mig hérna og ég bara búin að vera úti alveg helling, ólíkt mér ekki satt? Jú, ekkert smá, nema svona fyrir utan það að ég er að vinna úti!! Það eina sem mér finnst alveg ótrúlega leiðinlegt við að vinna úti er það að geitungarnir (sem mér finnast bara vera tilgangslausASTIR í heimi sko!!!!) elta mann um allt og þá sérstaklega þegar maður fer með börnin út að borða og þau eru með snúða aðra slíka óhollustu þá koma þeir fljúgandi og hanga utan í grey börnunum endalaust og látlaust!!! Alveg endalaust pirrandi þar sem að flestir eru hræddir við þetta ógeð og þeir sem ekki eru hræddir við þá taka yfirleitt uppá því að slá í þá og þá koma þeir bara aftur og aftur!!! Þetta er bara eitthvað sem ég þoli ekki, og ég er ekkert ein um það því að hún móðir mín er svona líka og hún var að upplýsa mig um það í morgun að á Grænlandi búa engir geitungar og hvort mér finndist ekki sniðugt að flytja bara þangað!! NEEEI... Ég held bara ekki þar sem að hún upplýsti mig einnig um það að þar eru hins vegar svona moskító flugur sem að sjúga úr manni blóðið... Ég á nú ekki það mikið blóð til vara að ég geti farið að búa í þannig umhverfi, hún mamma fræddist einmitt um þetta í útvarpsþætti í morgun, og líka það að holugeitungar svo kallaðir þeir ráðast á mann innan klæða þannig að þeir fljúga inná mann og stinga svo bara endalaust... Enda lenti hún mamma mín einmitt í einum slíkum þegar hún tók upp á því að setjast á bekk einhvers staðar og bara flaug svona kvikindi inná pilsið hennar og stakk hana einum 7 sinnum!!! Þvílíkt skemmtilegt NOTT!!!!! En nú tölum við um skemmtilegri hluti, vikan er búin að vera fín hjá mér, náttlega stutt vika og allt það og búið að vera alveg mjög fínt sko! ;D Enda leikskólinn við hliðina á rólóinum mínum að opna í þessari viku og talsvert minna að gera hjá mér en ella... :D Já, svo núna í gær var ég alveg mjög fyndin í vinnunni, því að það hringir í mig í vinnuna nágranni minn sem hafði komið með strákana sína á róló og bað mig um að kippa þeim bara með mér, ég náttúrulega sagði þetta bara ekkert mál og lét strákana vita af því að þeir ættu að vera samferða mér heim, jújú, svo er ég að læsa og þá spyr mig 9 ára gömul stelpa hvað ég sé gömul... Og í eitt af þessum fáu skiptum var ég snögg að hugsa og svara að ég sé 45 ára... Hún náttúrulega trúði mér ekkert sko!! Svo að ég segi jú víst, ég á þessa tvo stráka þarna, og bendi á nágrannana... En hún trúði mér samt ekkert, svo að ég kalla á strákana og spyr hvort að við eigum ekki að fara að drífa okkur heim og þeir náttúrulega bara jújú, ok... :D Stelpan varð svo hissa að það var alveg fyndið og svo hafði ég ekkert samviskuna í að ljúga svona að barninu svo að ég sagði henni að ég hefði auðvitað verið að gabba! :P Skemmtilegt svona, en annað var það að drengirnir nágrannar mínir voru svona líka svakalega hneykslaðir á mér að ég ætti ekki bíl og voru sko ekkert að nenna að labba heim! :D Það fannst mér alveg einstaklega skemmtilegt! :D En já, á fimmtudaginn kom maðurinn á kokteilsósubílnum í heimsókn til mín og var það bara þónokkuð skemmtilegt, og í gærkvöldi fór ég og heimsótti hann og við fórum síðan á kaffihús með vinkonu hans og hittum svo síðan slóst systir mín á ská í hópinn og var þetta bara fínasta kvöld svona fyrir utan það að ég var svona aðeins sloj, en jújú, viti menn!! Eg vaknaði bara VEIK í morgun, með hita og alles... Er þetta ekki týpískt!!! Svo líka kannski þónokkuð líkt mér því að það er búin að vera að ganga pest uppá róló og ég hef bara ekkert fengið hingað til og var svona eiginlega smávegis að furða mig á þessu, þangað til í morgun!! ;) En þetta er bara svona þetta líf og ég held að ég jafni mig alveg :) Ömm... Já, ég hef það ekkert smá fínt í nýja fína herberginu mínu... Sem er alveg svakalega gott sko! :) Og þá held ég að ég sé bara búin að tæma núna :P Hef bara ekkert fleira að segja :D Hafið það bara gott og allir að hafa samband ;) Okidoki ;) Bæjó! :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home