Jújú, það er búið að vera VÆGAST sagt hræðilegt veður í dag, fyrsti dagurinn sem ég mæti alla vikuna og jújú, það kemur náttúrulega DAMBANDI rigning... Og svo kom hræðilegt unglingavinnulið í vinnuna mína í dag og STAL öllum sandinum okkar... En kom EKKI með nýjann... Þannig að hann var bara alveg horribly TÓMUR.... Allir krakkarnir stórhneykslaðir á þessu rugli... ;) En já, svo kom ég bara heim og fékk mér að borða og er núna í þessu að stríða við óstjórnlega löngun til að fara í Kringluna og kaupa mér allt það sem mig vantar því að ég er náttlega búin að fá útborgað... En ætli sú ferð verði ekki geymd til helgarinnar... :) Ég fór í bankann í dag í þeirri von að endurnýja kortið mitt... Og í hjartgæsku minni þá ákvað ég nú að gera slíkt hið sama fyrir bróður minn svona af því að hans er líka útrunnið.. Og jújú, viti menn mér tókst nú bara alveg ótrúlega vel upp... :D Ég var ansi ánægð... En já, ég fór þarna með passamyndir svona fjórar fastar saman úr kassa, svona af því að myndin af mér er úr 9. bekk og ég var þá með svona eiginlega vínrautt hár og með gullspangargleraugu... Smekkleg!! ;) En já, og það eru náttlega allar myndirnar eins... Neinei, gæjinn spurði mig hvort að ég vildi hafa einhverja sérstaka mynd á kortinu og ég fékk eitthvað svona fáráðlings kast og sagði "Jahh, mér finnst ég alveg ferlega hallærisleg á svipinn á þessari!!" Hehhe, skemmst er frá því að segja að maðurinn horfði lengi og vel á myndirnar fjórar... Í svona um það bil 2 mínútur og spurði mig síðan, svona frekar lágt og svona mjög nærgætinn í málrómnum og sagði svo: "Fyrirgefðu, en eru þær ekki allar eins?" :D Hahah... Þetta þótti mér náttúrulega alveg afskaplega skemmtilegt og svona og svo hló maðurinn reyndar líka smá, þannig að þetta var ekkert svakalega misheppnað hjá mér ;) Já, nú ætla ég að hætta að röfla.. Og fara og gera eitthvað álíka tilgangslaust... Til dæmis horfa á simpsons með litla bró ;) Bæjó í bili þó :P
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home