Fjas og fleira ;)

föstudagur, maí 09, 2003

Jamm... Nú er bara eitt próf eftir... Það er þjóðhagfræði og ég er ekki að hafa neinar svakalegar áhyggjur því að það eru heilir 5 dagar í prófið og það eru bara 3 verkefni til prófs. Nema hvað, nú eruð þið sem kíkið hér á kannski að velta fyrir ykkur hvernig í ósköpunum ég ætli eiginlega að koma mér í gegnum þetta svakalega magn af efni á þessum undraverða stutta tíma, en vegna yfirnáttúrulegra gáfna minna HELD ég að þetta bjargist! :D Jú jú, anyways, ég er búin að fá vinnu í sumar á gæsluvelli... Ekkert nema gott um það að segja sko! :D Í gærkveldi kíktum við svo á rúntinn ég, Nóttin, Byfi, Iglesias og Færeyska riddaranum! :D Einungis gaman að því.. Og í kvöld er ég nú bara að hugsa um að vera róleg heima því ég er bara ekki í stuði til að fara neitt út... :P Svo er nú planið að taka til að prófaruslið og draslið í herberginu og svona... Það er LÖNGU orðið tímabært.. En þar sem mig GRUNAR að það verði ekki sérlega skemmtilegt verk mega þeir sem vilja alveg endilega bjalla í mig eða senda mér sms svona til að halda mér vakandi við iðju mína ;) Hmm... Hvað er nú meira sem ég get sagt... ?? :P Ótrúlegt hvað maður getur verið hugmyndalaus... Jú, reyndar.. Svona til að vera ekki alveg hallærisleg þá verð ég nú að minnast á það að það eru kosningar á morgun... In case að það hafi farið fram hjá EINHVERJUM!!!! En ef það er einhver þarna sem er að lesa sem hefur EKKI tekið eftir því... Þá vil ég helst ekki vita hvar sú manneskja hefur verið grafin í jörðu núna upp á síðkastið!! :D Já, það er víst svona þegar maður er búin að vera í prófum svona þá bara er ekkert að segja því að það eina sem maður gerir er að lesa og lesa og það er nú ekki áhugavert að lesa um það!! :P En það er gaman frá því að segja að ég er búin að bæta við link hérna inná Turtles síðu sem er afskaplega skemmtilegt! :D Alveg um að gera að kíkja á það sko... ;) En nú er svo ekkert annað en bara skilja ykkur eftir hér... Með þessum myndarmanni! :D


Mr. Right seems to be Elijah Wood!


The Movie Star For You
brought to you by Quizilla

Hehhe ;) Gaman að því! :D:D Bæjó... Í bili þó! :* :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home